
Neyðarsímtöl
Mikilvægt: Þetta tæki notar útvarpsmerki, þráðlaus staðarnet, kapalkerfi
og notendaforritaðar aðgerðir. Ef tækið styður símtöl á internetinu (netsímtöl)
skaltu bæði kveikja á farsímanum og á netsímtölum. Tækið reynir bæði að koma
á neyðarsímtölum á farsímakerfinu og um þjónustuveitu netsímtala ef bæði eru
valin. Ekki er hægt að tryggja tengingu við allar aðstæður. Því skyldi aldrei treysta
eingöngu á þráðlaust tæki ef um er að ræða bráðnauðsynleg fjarskipti, t.d. í
bráðatilvikum.
Neyðarsímtal:
1. Ef slökkt er á tækinu skal kveikja á því. Athuga skal hvort nægilegur
sendistyrkur sé fyrir hendi. Þú gætir einnig þurft að ljúka eftirfarandi, allt eftir
tækinu þínu:
● Settu SIM-kort í tækið ef það er ætlað til notkunar með slíku korti
● Eyddu öllum takmörkunum sem þú hefur valið í tækinu þínu.
● Breyttu sniðinu þínu úr sniði án tengingar eða flugsniði í virkt snið.
2. Ýttu eins oft á endatakkann og þarf til að hreinsa skjáinn og gera tækið
reiðubúið fyrir símtöl.
3. Veldu opinbera neyðarnúmerið fyrir viðkomandi svæði. Neyðarnúmer eru
breytileg eftir stöðum.
4. Ýttu á hringitakkann.
Í neyðarsímtali þarf að gefa upp allar nauðsynlegar upplýsingar eins nákvæmlega
og kostur er. Þráðlausa tækið getur verið eina samskiptatækið á slysstað. Ekki
má slíta símtali fyrr en að fengnu leyfi til þess.