Öryggi vafra
Sumar þjónustur, líkt og bankaþjónusta eða vefverslun, kunna að notast við
ákveðnar öryggisaðgerðir. Við slíkar tengingar þarf öryggisvottanir og
hugsanlega öryggiseiningu sem kann að vera tiltæk á SIM-kortinu. Nánari
upplýsingar fást hjá þjóniustuveitu.
Til að skoða eða breyta stillingum á öryggiseiningu, eða til að skoða lista yfir
heimilidir eða notendavottanir sem er hlaðið inn í símann, velurðu Valmynd >
Stillingar > Öryggi > Still. öryggiseiningar, Heimildavottorð, eða
Notandavottorð.
Mikilvægt: Þó að notkun vottorða dragi verulega úr þeirri áhættu sem
fylgir fjartengingum og uppsetningu hugbúnaðar verður að nota þau rétt svo að
aukið öryggi fáist. Tilvist vottorðs er engin vörn ein og sér. Vottorðastjórinn
verður að vera með rétt, sannvottuð eða tryggileg vottorð svo að aukið öryggi
fáist. Vottorð eru bundin tilteknum tíma. Ef textinn „Útrunnið vottorð“ eða
„Vottorðið hefur enn ekki tekið gildi“ birtist þó svo að vottorðið ætti að vera gilt
skal athuga hvort rétt dag- og tímasetning sé í tækinu.
Vefur
© 2008 Nokia. Öll réttindi áskilin.
44
16. Skipuleggjari
Vekjaraklukka
Til að láta vekjarklukkuna hringja á tilteknum tíma.
Stilltu klukkuna
1. Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Vekjaraklukka.
2. Kveiktu á vekjaranum og færðu tímann inn.
3. Ef stilla á vekjarann þannig að hann hringi á völdum dögum vikunnar skaltu
velja Endurtaka: > Kveikt og dagana.
4. Veldu vekjaratóninn. Ef þú hefur valið útvarpið sem vekjaratón skaltu tengja
höfuðtólið við símann.
5. Stilltu lengd blunds og veldu Vista.
Vekjarinn stöðvaður
Slökkt er á hringingunni með því að velja Stöðva. Ef vekjarinn er látinn hringja í
eina mínútu, eða ef stutt er á Blunda slokknar á vekjaraklukkunni í þann tíma
sem hefur verið valinn og síðan hringir hún aftur.
Dagbók
Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Dagbók.
Núverandi dagur er með ramma. Ef dagurinn inniheldur minnismiða er hann
feitletraður. Til að skoða minnismiða dagsins velurðu Skoða. Til að skoða viku í
senn velurðu Valkostir > Vikuskjár. Til að eyða öllum minnismiðum í
dagbókinni velurðu Valkostir > Eyða atriðum > Öllum atriðum.
Til að breyta stillingum tíma og dagsetningar velurðu Valkostir > Stillingar og
úr þeim valkostum sem birtast. Til að láta gamlar athugasemdir eyðast sjálfkrafa
eftir tiltekinn tíma velurðu Valkostir > Stillingar > Eyða minnis. sjálfv. og úr
þeim valkostum sem birtast.
Minnismiða bætt í dagbók
Flettu að dagsetningunni og veldu Valkostir > Skrifa minnismiða. Veldu gerð
minnismiðans og fylltu út reitina.
Verkefnalisti
Til að vista athugasemd fyrir verk sem þú þarft að ljúka velurðu Valmynd >
Skipuleggjari > Verkefnalisti.
Til að skrifa minnismiða fyrir verkefni, ef enginn minnismiði hefur verið skrifaður
áður, skaltu velja Bæta við. Annars skaltu velja Valkostir > Bæta við. Fylltu út
reitina og veldu Vista.