Nokia PC Suite
Með Nokia PC Suite er t.d hægt að meðhöndla tónlistina þína, samstilla tengiliði,
dagbækur og verkefni milli símans og samhæfar tölvu eða internet-miðlara
(sérþjónusta). Þú finnur nánari upplýsingar og PC Suite á vefsíðu Nokia.
Sjá
„Þjónusta Nokia“, bls. 10.
Tengimöguleikar
© 2008 Nokia. Öll réttindi áskilin.
31
11. Stillingar
Snið
Í símanum eru nokkrir stillingahópar sem kallaðir eru notandasnið. Með þeim er
hægt að velja hringitóna fyrir mismunandi tilvik og aðstæður.
Veldu Valmynd > Stillingar > Snið, sniðið sem þú vilt og svo einhvern af
eftirtöldum valkostum:
● Virkja — til að virkja valið snið
● Eigið val — til að breyta stillingum sniðsins
● Tímastillt — til að stilla sniðið þannig að það sé virkt í tiltekinn tíma. Þegar
tíminn er liðinn verður fyrra notandasniðið, sem ekki var tímastillt, virkt.
Þemu
Þemu innihalda sérstillingar fyrir símann.
Veldu Valmynd > Stillingar > Þemu og svo einhvern af eftirtöldum valkostum:
● Velja þema — Opnaðu Þemu-möppuna og veldu þema.
● Hlaða niður þema — Opnar lista yfir tengla þar sem hægt er að hlaða niður
fleiri þemum.
Tónar
Hægt er að breyta tóni þess sniðs sem er í notkun:
Veldu Valmynd > Stillingar > Tónastillingar. Sömu stillingar er að finna í
valmyndinni Snið.
Ef þú velur hæsta styrk fyrir hringitóninn tekur það hann nokkrar sekúndur að ná
þeim styrk.
Skjár
Veldu Valmynd > Stillingar > Skjástillingar og svo einhvern af valkostunum
sem eru í boði:
● Veggfóður — til að setja bakgrunnsmynd á biðskjáinn
● Virkur biðskjár — til að ræsa, skipuleggja og sérsníða virka biðskjáinn
● Leturlitur biðstöðu — til að velja lit textans sem birtist í biðstöðu
● Tákn fyrir stýrihnapp — til að birta táknin fyrir flýtileiðir skruntakkans í
biðstöðu þegar slökkt er á virka biðskjánum
● Upplýs. í tilkynningu — til að birta upplýsingar um ósvöruð símtöl og
skilaboðatilkynningar
● Umbreytingar — til að ræsa mýkri flettingu
● Skjávari — til að búa til og velja skjávara
● Leturstærð — til að velja leturstærðina fyrir skilaboð, tengiliði og vefsíður