
Tengiliðir
© 2008 Nokia. Öll réttindi áskilin.
27

Upplýsingum bætt við og þeim breytt
Til að bæta við eða breyta upplýsingum um tengilið velurðu tengiliðinn og svo
Upplýs. > Valkostir > Bæta v. upplýsingum og svo einhvern af valkostunum
sem eru í boði.
Afrita eða færa tengilið á milli SIM-kortsins og minnis símans
1. Veldu Valmynd > Tengiliðir > Nöfn.
2. Veldu tengiliðinn sem þú vilt afrita eða færa og svo Valkostir > Afrita
tengilið eða Færa tengilið.
Afrita eða færa nokkra tengiliði á milli SIM-kortsins og minnis
símans
1. Veldu fyrsta tengiliðinn sem þú vilt afrita eða færa og svo Valkostir >
Merkja.
2. Merktu hina tengiliðina og veldu Valkostir > Afrita merkta eða Færa
merkta.
Afrita eða færa alla tengiliði á milli SIM-kortsins og minnis símans
Veldu Valmynd > Tengiliðir > Afrita tengiliði eða Færa tengiliði.
Eyða tengiliðum
Veldu tengiliðinn og Valkostir > Eyða tengilið.
Til að eyða öllum tengiliðum úr símanum eða minni SIM-kortsins velurðu
Valmynd > Tengiliðir > Eyða öllum > Úr minni símans eða Af SIM-korti.
Til að eyða númeri, textaatriði eða mynd tengiliðar skaltu leita að tengiliðnum
og velja Upplýs.. Flettu að upplýsingunum, veldu Valkostir > Eyða og svo
einhvern af tiltækum valkostum.
Tengiliðahópur búinn til
Hægt er að raða tengiliðum í viðmælendahópa með mismunandi hringitónum
og hópmyndum.
1. Veldu Valmynd > Tengiliðir > Hópar.
2. Til að búa til nýjan hóp skaltu velja Bæta við eða Valkostir > Bæta við
hópi.
3. Sláðu inn nafn hópsins, veldu mynd og hringitón ef þú vilt bæta þeim við
hópinn og veldu svo Vista.
4. Veldu hópinn og Skoða > Bæta við til að bæta tengiliðum við hópinn.