Rafhlaðan hlaðin
Rafhlaðan hefur þegar verið forhlaðin en ekki er víst að hún sé fullhlaðin.
1. Stingdu hleðslutækinu í samband við innstungu.
2. Tengdu hleðslutækið við tækið.
3. Þegar rafhlaðan er fullhlaðin skaltu fyrst taka
hleðslutækið úr sambandi við tækið og síðan
úr innstungunni.
Ef rafhlaðan er alveg tóm geta liðið nokkrar
mínútur þar til hleðsluvísirinn birtist á skjánum
eða þar til hægt er að hringja.
Hleðslutíminn veltur á því hvaða hleðslutæki er
notað. Hleðsla á BL-4CT rafhlöðu með AC-4
hleðslutæki tekur um það bil 1 klukkustund og
30 mínútur þegar síminn er í biðstöðu.