
Ísetning microSD-korts
Aðeins skal nota microSD-kort sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki.
Nokia styðst við viðurkennda staðla fyrir minniskort. Þó getur verið að sum kort
sé ekki hægt að nota að fullu með þessu tæki. Ósamhæf kort geta skaðað kortið
og tækið og skemmt gögn sem vistuð eru á kortinu.
Síminn styður allt að 2 GB microSD-kort.
1. Opnaðu bakhliðina.
2. Settu kortið þannig í raufina að
snertiflöturinn á því snúi niður og
ýttu því inn þar til það smellur á
sinn stað.
3. Settu bakhliðina aftur á sinn stað.