Nokia 7210 Supernova - Skeiðklukka

background image

Skeiðklukka

Hægt er að taka tíma, lotutíma eða millitíma með skeiðklukkunni.
Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Skeiðklukka og svo einhvern af eftirtöldum

valkostum:
Millitímar — til að taka millitíma. Til að núllstilla tímann án þess að vista hann

velurðu Valkostir > Núllstilla.

Hringtímar — til að taka hringtíma

Skipuleggjari

© 2008 Nokia. Öll réttindi áskilin.

46

background image

Halda áfram — til að skoða tímann sem þú hefur fært í bakgrunninn

Sýna síðasta — til að skoða nýjustu tímatökuna ef skeiðklukkan hefur ekki

verið núllstillt

Skoða tíma eða Eyða tímum — til að skoða eða eyða vistuðum tímum
Til að láta skeiðklukkuna halda áfram í bakgrunni ýtirðu á hætta-takkann.

17. Forrit

Hugsanlegt er að einhverjir leikir eða forrit hafi verið sett upp í símanum þínum.

Þessar skrár eru vistaðar í minni símans eða á minniskorti og hægt er að raða

þeim í möppur.

Sjá „Minniskort“, bls. 38.

Forrit keyrt

Veldu Valmynd > Forrit > Leikir, Minniskort eða Safn. Flettu að leik eða forriti

og veldu Opna.
Til að stilla hljóð, ljós og titring fyrir leik velurðu Valmynd > Forrit >

Valkostir > Stillingar forrita.
Eftirfarandi valkostir kunna einnig að vera í boði:
Uppfæra útgáfu — til að kanna hvort hægt sé að sækja nýja útgáfu forritsins

af vefnum (sérþjónusta)

Vefsíða — til að nálgast frekari upplýsingar eða viðbótargögn um forritið á

Internet-síðu (sérþjónusta), ef hægt er.

Aðgangur forrits — til að takmarka aðgang forritsins að kerfinu

Forriti hlaðið niður

Síminn styður J2ME Java forrit. Gakktu úr skugga um að forritið sé samhæft

símanum áður en því er hlaðið niður.

Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota forrit og annan hugbúnað frá

traustum aðilum, t.d. forrit með Symbian Signed eða forrit sem hafa verið prófuð

með Java Verified™.
Hægt er að hlaða niður nýjum forritum og leikjum með mismunandi hætti.
● Veldu Valmynd > Forrit > Valkostir > Hlaða niður > Hlaða niður

forritum eða Hlaða niður leikjum til að birta listi yfir bókamerki í boði.

● Uppsetningarforritið í PC Suite er notað til að hlaða niður forrit og setja upp í

símanum.

Upplýsingar um mismunandi þjónustu og verð fást hjá þjónustuveitunni.