
Tölvupóstur skrifaður og sendur
Hægt er að skrifa tölvupóst áður en tengst er við tölvupóstþjónustuna.
1. Veldu Valmynd > Skilaboð > Búa til skilaboð > Tölvupóstskeyti.
2. Ef fleiri en eitt pósthólf er tilgreint skaltu velja það sem þú vilt senda
tölvupóstinn úr.
3. Sláðu inn tölvupóstfang viðtakandans, titil póstsins og svo megintextann. Til
að bæta við skrá velurðu Valkostir > Setja inn og svo úr tiltækum valkostum.
4. Tölvupósturinn er sendur með því að velja Senda.