
Notkun valmyndarinnar
© 2008 Nokia. Öll réttindi áskilin.
21

5. Veldu stillinguna.
6. Veldu Til baka til að fara aftur í fyrra valmyndarþrep.
Veldu Hætta til að loka valmyndinni.
Útliti valmyndarinnar er breytt með því að velja Valkostir > Aðalskjár
valmynd. > Listi, Tafla, Tafla með lýsingu eða Flipi.
Til að endurskipuleggja valmyndina flettirðu að því sem þú vilt færa og velur
Valkostir > Skipuleggja > Færa. Veldu hvert þú vilt færa valmyndina og veldu
svo Í lagi. Breytingarnar eru vistaðar með því að velja Lokið > Já.
6. Skilaboð
Hægt er að skrifa, senda og vista textaskilaboð, margmiðlunarskilaboð, tölvupóst
og hljóð- og leifturboð. Aðeins er hægt að nota skilaboðaþjónustu er
símafyrirtækið eða þjónustuveitan styðja hana.
Texta- og margmiðlunarskilaboð
Þú getur skrifað skilaboð og hengt, til dæmis, mynd við. Síminn breytir
textaskilaboðum sjálfkrafa í margmiðlunarskilaboð þegar þau innihalda
viðhengi.
Textaskilaboð
Tækið styður textaskilaboð sem fara yfir takmörkin fyrir ein skilaboð. Lengri
skilaboð eru send sem tvö eða fleiri skilaboð. Þjónustuveitan tekur hugsanlega
gjald í samræmi við það. Stafir sem nota kommur eða önnur tákn ásamt stöfum
sumra tungumála, taka meira pláss en venjulegir stafir og takmarka þannig þann
stafafjölda sem hægt er að senda í einum skilaboðum.
Lengdarvísir skilaboðanna efst í horni skjásins sýnir hversu margir stafir eru eftir
og í hversu mörgum hlutum þarf að senda skilaboðin.
Áður en hægt er að senda texta eða tölvupóst með SMS-boðum, verður þú að
vista númer skilaboðatorgs. Veldu Valmynd > Skilaboð > Skilaboðastill. >
Textaboð > Skilaboðamiðstöðvar > Bæta við miðstöð, sláðu inn nafn og
númer frá þjónustuveitu.
Marg-miðl-un-arskilaboð
Margmiðlunarskilaboð geta innihaldið texta, myndir og hljóð- eða myndskeið.
Aðeins tæki með samhæfar aðgerðir geta tekið á móti og birt
margmiðlunarskilaboð. Útlit skilaboða getur verið breytilegt eftir
móttökutækinu.
Þráðlausa símkerfið kann að takmarka stærð MMS-skilaboða. Ef myndin sem bætt
er inn fer yfir þessa stærð getur tækið minnkað hana þannig að hægt sé að senda
hana með MMS.