Lykilorð
Veldu Valmynd > Stillingar > Öryggi > Aðgangslyklar til að ákvarða hvernig
síminn notar aðgangsnúmerin og öryggisstillingarnar.
● PIN-númerið (UPIN) sem fylgir með SIM-kortinu (USIM) kemur í veg fyrir að SIM-
kortið sé notað í leyfisleysi.
© 2008 Nokia. Öll réttindi áskilin.
8
● PIN2-númer (eða UPIN2-númer) fylgir sumum SIM-kortum (eða USIM-kortum)
og er nauðsynlegt til að komast í ýmsa þjónustu.
● PUK- (UPUK) og PUK2-númer (UPUK2) kunna að fylgja SIM-kortinu (USIM). Ef
PIN-númerið er slegið rangt inn þrisvar sinnum í röð biður síminn um PUK-
númerið. Ef númerin fylgja ekki með símanum skaltu hafa samband við
þjónustuveituna.
● Öryggisnúmerið gerir þér kleift að verja símann gegn óheimilli notkun. Þú
getur búið til og breytt númerinu og stillt símann á að biðja um númerið. Haltu
númerinu leyndu og á öruggum stað fjarri símanum. Ef þú gleymir númerinu
og síminn er læstur mun síminn þarfnast viðgerðar og því getur fylgt
aukakostnaður. Nánari upplýsingar fást hjá Nokia Care þjónustuveri eða
seljanda símans.
● Þegar útilokunarþjónusta er notuð til að takmarka símtöl í og úr símanum
(sérþjónusta) er lykilorðs útilokunar krafist.
● Til að skoða eða breyta stillingum fyrir öryggiseiningu netvafrans velurðu
Valmynd > Stillingar > Öryggi > Still. öryggiseiningar.